Sport

Fáir hafa áhuga á þeim besta hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson er hér að klára Reis.
Johnson er hér að klára Reis. vísir/getty

Demetrious „Mighty Mouse“ Johnson vann sögulegan sigur í búrinu hjá UFC um helgina en sögulega fáir höfðu áhuga á að sjá hann ná þeim áfanga.

Johnson var að verja fluguvigtartitil sinn í tíunda sinn og vann Wilson Reis. Hann jafnaði því met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC.

Johnson er besti bardagamaður UFC pund fyrir pund en hann virðist ekki ná til áhugamanna. Bardagakvöldið var í opinni dagskrá hjá Fox og aldrei hafa jafn fáir fylgst með beinni útsendingu hjá Fox á besta tíma. Mikill skellur fyrir Stálmúsina.

Það kemur mörgum hversu áhuginn var lítill á óvart því þetta var gott bardagakvöld. Ekki bara var Johnson að berjast því Rose Namajunas og Michelle Waterson mættust í hörkubardaga og svo var líka frábær bardagi hjá Robert Whittaker og Jacare Souza.

Það er því greinilega ekki nóg að vera sá besti til þess að draga fólk að tækinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira