Fótbolti

Randers klúðraði víti og nýtti sér liðsmuninn ekki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur gefur skipanir á hliðarlínunni.
Ólafur gefur skipanir á hliðarlínunni. vísir/getty
Þrátt fyrir að vera manni fleiri í klukkutíma tókst Randers ekki að leggja OB að velli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-0, OB í vil.

Rasmus Jonsson náði forystunni fyrir OB á 17. mínútu þegar hann kom boltanum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Randers.

Á 31. mínútu fékk Randers vítaspyrnu og Frederik Tingager, varnarmaður OB, fauk af velli. Marvin Pourie tók spyrnuna en Sten Grytebust, marvörður OB, varði.

Randers tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og OB fagnaði 1-0 sigri.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Randers sem er í 1. sæti síns riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×