Fótbolti

Tímabilið líklega búið hjá Neuer

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neuer eftir þriðja mark Ronaldo í gær. Þarna hafði hann meiðst en það fór fram hjá flestum.
Neuer eftir þriðja mark Ronaldo í gær. Þarna hafði hann meiðst en það fór fram hjá flestum. vísir/getty

Hinn magnaði markvörður Bayern, Manuel Neuer, varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Real Madrid í gær.

Hann brákaðist á fæti er Cristiano Ronaldo skoraði sitt þriðja mark í leiknum.

Meiðslin eru það alvarleg að ekki er búist við því að hann spili meira í vetur.

Neuer mun fara í ítarlega rannsókn í Þýskalandi í dag og eftir það skýrist endanlega hvort hann eigi möguleika á því að spila meira í vetur.


Tengdar fréttir

Ancelotti vill fá myndbandstækni

Carlo Ancelotti, þjálfari Bayern, var hundfúll eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær og sagði að dómari leiksins, Viktor Kassai, hefði ekki ráðið við verkefnið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira