Sport

Sá besti er til í að berjast við Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson hefur haft mikla yfirburði í sínum þyngdarflokki. Hann er talsvert minni en Conor og væri afar áhugavert að sjá þá berjast.
Johnson hefur haft mikla yfirburði í sínum þyngdarflokki. Hann er talsvert minni en Conor og væri afar áhugavert að sjá þá berjast. vísir/getty

Besti bardagamaðurinn í UFC pund fyrir pund, Demetrious Johnson, segist vera til í að berjast við Conor McGregor sem er í öðru sæti á pund fyrir pund listanum.

Johnson er nýbúinn að verja titil sinn í fluguvigtinni í tíunda sinn en það er metjöfnun hjá UFC.

Þó svo Johnson sé geggjaður bardagamaður þá er hann ekkert sérstaklega vinsæll og fær ekki þá peninga sem maður í hans stöðu ætti að fá.

Áhorfið á bardaga hans um páskana var það lélegasta á Fox-sjónvarpsstöðinni síðan stöðin byrjaði að sýna frá UFC.

Johnson er greinilega búinn að fá nóg og hefur nú óskað eftir bardaga gegn Conor. Það er leiðin til þess að komast í alvöru peninga hjá UFC.

Það eru tveir flokkar á milli þessara bardagamanna og Johnson segist vera til í að fara upp í fjaðurvigt. Þar var Conor meistari áður en hann fór upp í léttvigtina

„Ég myndi aldrei komast upp í léttvigtarþyngd en er til í að fara í fjaðurvigtarþyngd. Það ætti að vera auðveldara að koma þessum bardaga á en bardaga á milli Conor og Mayweather,“ sagði Johnson.

Nú er beðið viðbragða frá Conor við þessari uppástungu Johnson.


Tengdar fréttir

Fáir hafa áhuga á þeim besta hjá UFC

Demetrious "Mighty Mouse“ Johnson vann sögulegan sigur í búrinu hjá UFC um helgina en sögulega fáir höfðu áhuga á að sjá hann ná þeim áfanga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira