Fótbolti

Tíu ára afmælinu fagnað með Pac Man

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi fagnar marki sínu gegn Getafe.
Messi fagnar marki sínu gegn Getafe. Vísir/AFP
Í gær voru tíu ár liðin frá einu frægasta marki síðari ára, markinu sem Lionel Messi skoraði gegn Getafe í spænsku bikarkeppninni.

Messi sólaði sig í gegnum hálft lið Getafe áður en hann skoraði í autt markið. Það þótti líkjast mjög markinu sem Diego Maradona skoraði fyrir landslið Argentínu gegn Englandi á HM í Mexíkó árið 1986.

Barcelona minntist marksins á YouTube-rás sinni með því að líkja markinu við Pac Man-tölvuleikinn. Útkomuna má sjá hér fyrir neðan.

Þess má geta að Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Barcelona í umræddum leik. Hann, eins og aðrir í liði Barcelona, fylgdist agndofa með spretti Messi og gat ekki annað en gripið um höfuð sér í undrun eftir að boltinn var kominn í netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×