Fótbolti

Mbappé skoraði í fjórða leiknum í röð og Monaco fór örugglega áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mbappé fagnar marki sínu.
Mbappé fagnar marki sínu. vísir/getty

Monaco er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur á Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Stade Louis II í kvöld.

Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og einvígið því 6-3 samanlagt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004 sem Monaco kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Kylian Mbappé kom Monaco yfir strax á 3. mínútu og þá voru úrslit einvígisins í raun ráðin. Mbappé hefur nú skorað í fyrstu fjórum leikjum sínum útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem er met.

Á 17. mínútu jók Radamel Falcao muninn í 2-0 sem voru hálfleikstölur.

Marco Reus minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en Valère Germain rak síðasta naglann í kistu Dortmund þegar hann skoraði með sinni fyrstu snertingu á 81. mínútu. Lokatölur 3-1, Monaco í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira