Fótbolti

Mbappé skoraði í fjórða leiknum í röð og Monaco fór örugglega áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mbappé fagnar marki sínu.
Mbappé fagnar marki sínu. vísir/getty

Monaco er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur á Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Stade Louis II í kvöld.

Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og einvígið því 6-3 samanlagt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004 sem Monaco kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Kylian Mbappé kom Monaco yfir strax á 3. mínútu og þá voru úrslit einvígisins í raun ráðin. Mbappé hefur nú skorað í fyrstu fjórum leikjum sínum útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar sem er met.

Á 17. mínútu jók Radamel Falcao muninn í 2-0 sem voru hálfleikstölur.

Marco Reus minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en Valère Germain rak síðasta naglann í kistu Dortmund þegar hann skoraði með sinni fyrstu snertingu á 81. mínútu. Lokatölur 3-1, Monaco í vil.
Fleiri fréttir

Sjá meira