Enski boltinn

Koeman: Þjálfararnir hjá Liverpool voru brjálaðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koeman gerir sig kláran í viðtal.
Koeman gerir sig kláran í viðtal. vísir/getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, sá ekkert athugavert við tæklingar sinna manna í grannaslagnum gegn Liverpool í dag.

Everton-menn spiluðu fast í leiknum og þeir Ross Barkley og Ashley Williams máttu teljast heppnir að hanga inni á vellinum.

Koeman sagði að sínir menn hefðu ekki verið grófir og beindi athyglinni þess í stað að þjálfurum Liverpool.

„Tæklingar eru hluti af leiknum. Ég sá nokkrar tæklingar hjá Lucas,“ sagði Koeman eftir leik.

„Þetta snýst bara um fótbolta en við vorum ekki með sýningu af bekknum eins og Liverpool. Þetta er harður en sanngjarn leikur.

„Ég er ekki hrifinn af þjálfurum sem eru alltaf gargandi og gólandi á dómarana og gera mikið úr tæklingum. Þeir voru brjálaðir. Þeir þurftu ekki sjúkraþjálfara inni á vellinum. Þetta er leikur fyrir karlmenn.“

Koeman sagði að sínir menn hefðu átt meira skilið úr leiknum á Anfield í dag.

„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við töpuðum en úrslitin endurspegla ekki frammistöðuna,“ sagði Hollendingurinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×