Enski boltinn

Warnock lætur Heimi heyra það: Þarft að hafa smá heilastarfsemi þegar þú ert landsliðsþjálfari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, er langt frá því að vera sáttur með Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Warnock er ósáttur við að Aron Einar Gunnarsson hafi spilað allar 90 mínúturnar þegar Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á þriðjudaginn.

Og eftir leik Cardiff og Wolves í dag lét Warnock Heimi heyra það.

„Við erum ósáttir með að Aron hafi spilað allan tímann í tilgangslausum vináttulandsleik bara út af því að hann er fyrirliði. Ég sagði þjálfaranum það,“ sagði Warnock.

„Hann var þreyttur í dag og þú þarft að hafa smá heilastarfsemi þegar þú ert landsliðsþjálfari, Hann bað mig afsökunar en það telur lítið. Ég gaf honum frí í janúar til að hjálpa þeim og þeir ættu að endurgjalda greiðann,“ bætti hinn reynslumikli Warnock við.

Cardiff tapaði leiknum við Wolves 3-1. Aron spilaði allan leikinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira