Enski boltinn

Skjóta Skytturnar púðurskotum gegn strákunum hans Guardiola? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Klukkan 12:30 mætast Swansea City og Middlesbrough í miklum fallslag á Liberty vellinum.

Hull City jafnaði Swansea að stigum með sigri á West Ham United í gær og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar þurfa því á sigri að halda í dag.

Sömu sögu er að segja af Boro sem er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 22 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Boro vann síðast leik 17. desember á síðasta ári en þá bar liðið einmitt sigurorð af Swansea, 3-0.

Klukkan 15:00 er svo komið að stórleik Arsenal og Manchester City á Emirates vellinum.

Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Skyttunum sem eru sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Arsenal hefur gengið afleitlega að undanförnu og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

City er í 4. sæti deildarinnar með 57 stig en getur endurheimt 3. sætið með sigri á Arsenal.

City vann fyrri leik liðanna á Etihad með tveimur mörkum gegn einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×