Enski boltinn

Var Bilic að fá koss dauðans?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
West Ham tapað 2-1 fyrir Hull City í gær. Þetta var fjórða tap liðsins í röð.
West Ham tapað 2-1 fyrir Hull City í gær. Þetta var fjórða tap liðsins í röð. vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham United, fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá stjórn félagsins.

Þetta eru ekki endilega góðar fréttir fyrir Bilic en svona stuðningslýsingum fylgir oft brottrekstur.

„Þrátt fyrir sögusagnir um annað er staða stjórans ekki í hættu,“ segir í yfirlýsingunni frá West Ham.

Bilic tók við West Ham fyrir síðasta tímabil þar sem liðið lenti í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og vann sér sæti í Evrópudeildinni.

Það hefur ekki gengið jafn vel í vetur en Hamrarnir hafa tapað síðustu fjórum leikjum sínum og sitja í 14. sæti deildarinnar. West Ham hefur alls tapað 15 af 30 deildarleikjum sínum í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×