Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Lille til KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil Lyng er orðinn leikmaður KA.
Emil Lyng er orðinn leikmaður KA. mynd/ka
KA hefur náð samkomulagi við hinn danska Emil Lyng um að leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.

Lyng, sem er 27 ára framherji eða kantmaður, kemur til KA frá Silkeborg í heimalandinu. Lyng lék 18 leiki með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en tókst ekki að skora.

Þegar Lyng var aðeins 18 ára var hann seldur til Lille í Frakklandi. Hann náði þó aðeins að spila fjóra leiki fyrir félagið og tókst ekki að skora í þeim.

Á meðan Lyng var á mála hjá Lille var hann lánaður til Zulte Waregem í Belgíu og Nordsjælland í Danmörku.

Lyng hefur einnig leikið með Lausanne-Sports í Sviss og Esbjerg í Danmörku. Hann hefur alls leikið 71 leik í dönsku úrvalsdeildinni og skorað fimm mörk.

Emil er nú við æfingar með KA-liðinu á Spáni. KA-menn koma heim um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×