Enski boltinn

Aðeins einn sigur hjá Íslendingaliðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar í leik með Cardiff.
Aron Einar í leik með Cardiff. vísir/getty
Íslensku landsliðsmennirnir í ensku B-deildinni áttu ekki mjög eftirminnilegt kvöld.

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað á miðjunni hjá Cardiff er liðið sótti Barnsley heim í ensku B-deildinni. Lokatölur þar 0-0 og Aron spilaði allan leikinn.

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var á tréverkinu hjá Wolves er liðið fékk Nott Forest í heimsókn. Wolves vann leikinn 1-0 en Jón Daði spilaði síðustu 13 mínútur leiksins.

Ragnar Sigurðsson var á bekknum hjá Fulham er liðið tapaði 4-2 gegn Derby County.

Hörður Björgvin Magnússon mátti sætta sig við að byrja á bekknum hjá Bristol City en spilaði síðustu 33 mínúturnar í 5-0 tapi gegn Preston.

Birkir Bjarnason er meiddur og var því ekki í leikmannahópi liðsins er það tapaði gegn QPR, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×