Enski boltinn

Zlatan: Ég er ekki kominn hingað til þess að eyða tíma mínum í vitleysu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan í leiknum í gær.
Zlatan í leiknum í gær. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Man. Utd, var að vonum ekki sáttur við jafnteflið gegn Everton í gær. Hann skoraði jöfnunarmark United úr vítaspyrnu í uppbótartíma og svo var dæmt af honum löglegt mark fyrr í leiknum.

United hefur aðeins unnið 6 af 16 heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Liðið hefur gert 9 jafntefli á heimavelli og tapað einu sinni.

Mörkin á heimavelli eru aðeins 21 og níu stig í deildinni hafa tekið fleiri stig á heimavelli en Man. Utd.

Það er óljóst hvort Zlatan verði áfram í herbúðum félagsins en hann er mjög pirraður á því að liðið sé ekki að vinna sína leiki.

„Það þarf að koma mörgum hlutum á hreint. Ég á kannski eitt til þrjú ár eftir á ferlinum. Það skiptir öllu hvað félagið vill gera og hver sýn þess er. Ég sagði frá fyrsta degi að ég hefði ekki komið hingað til þess að eyða tíma mínum í vitleysu heldur til þess að sigra,“ sagði pirraður Zlatan en hann vill augljóslega að United bæti við sig leikmönnum í sumar.

„Ef lið vill vinna stóra titla þá þarf að byggja stórt lið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×