Körfubolti

Ekki viss um að hann vilji heimsækja Trump

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Williams klippir hér netið niður eftir úrslitaleikinn gegn Gonzaga. Það hefur lengi verið hefð í háskólaboltanum.
Williams klippir hér netið niður eftir úrslitaleikinn gegn Gonzaga. Það hefur lengi verið hefð í háskólaboltanum. vísir/getty
North Carolina-háskólinn er háskólameistari í körfubolta og á því von á boði í Hvíta húsið til Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Þjálfari Tjöruhælana frá norður Karólína, Roy Williams, er enginn sérstakur aðdáandi Trump og er ekki viss um að hann þiggi boðið.

„Skrifstofa forseta Bandaríkjanna er stórkostlegasti staður í heimi. Ég þarf samt að hugsa mig um hvort ég vilji fara. Svo veit ég ekki hvort okkur verður boðið,“ sagði Williams eftir að hans menn höfðu tryggt sér titilinn.

Það leyndi sér ekki á blaðamannafundi fyrr í vetur hvaða álit Williams hefur á Trump.

„Þessi forseti tístir meira rugli en nokkur maður sem ég hef séð á miðlinum,“ sagði Williams um hegðun forsetans á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×