Lífið

Barry Manilow kemur út úr skápnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Barry Manilow.
Barry Manilow. vísir/getty
Poppstjarnan Barry Manilow tjáir sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í viðtali við tímaritið People sem birt er í dag og segir þar frá 40 ára ástarsambandi sínu við eiginmann sinn, Garry Kief, sem er einnig umboðsmaðurinn hans.

Manilow, sem er 73 ára gamall, kemur þar með út úr skápnum en í viðtalinu segist hann vera mjög prívat manneskja og þannig hafi hann alltaf verið. Þá segir hann einnig að hann hafi ekki viljað valda aðdáendum sínum vonbrigðum.

„Ég hélt að aðdáendur mínir yrðu vonsviknir ef þeir vissu að ég væri samkynhneigður svo ég sagði aldrei neitt. En svo þegar það spurðist út að við Garry værum saman þá urðu þeir svo hamingjusamir og glaðir fyrir okkar hönd og ég er svo þakklátur fyrir það,“ segir Manilow og vísar í fréttir sem birtust af því árið 2015 að Manilow og Kief hefðu gift sig í apríl 2014.

Manilow og Kief kynntust árið 1978.

„Ég vissi að hann væri sá rétti,“ segir Manilow. „Ég var heppinn því ég var dálítið einmana áður en við kynntumst. Garry er klárasta manneskja sem ég þekki og bara yfirhöfuð frábær.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×