Körfubolti

Golden State búið að vinna vestrið og Cavs á toppinn í austrinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry var sjóðheitur í nótt.
Curry var sjóðheitur í nótt. vísir/getty
Russell Westbrook var einu frákasti frá því að bæta metið yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í nótt.

Hann skoraði 45 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst í sigri síns liðs, Oklahoma, á Memphis. Hann á enn eftir nokkur tækifæri til þess að slá metið sem hann deilir nú með Oscar Robertson.

Golden State Warriors vann sinn þrettánda leik í röð í deildinni og sá til þess um leið að liðið verður með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Warriors er þar af leiðandi búið að vinna Vesturdeildina. Steph Curry með 42 stig fyrir Golden State í nótt.

Uppgjör efstu liðanna í Austurdeildinni var í nótt þar sem Cleveland lagði Boston og komst um leið aftur á toppinn í austrinu.

LeBron James með 36 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og tvö varin skot fyrir Cleveland.

Úrslit:

Charlotte-Miami  99-112

Detroit-Toronto  102-105

Memphis-Oklahoma  100-103

Houston-Denver  110-103

Boston-Cleveland  91-114

San Antonio-LA Lakers  9102

Phoenix-Golden State  111-120

LA Clippers-Dallas  112-101

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×