Lífið

Frikki Dór sakar Gylfa Þór um að hafa stolið af sér marki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Þór fékk markið skráð á sig á sínum tíma.
Gylfi Þór fékk markið skráð á sig á sínum tíma.
„Nú lést þú skrá á þig mark á Shell mótinu sem Friðrik Dór Jónsson skoraði raunar beint úr hornspyrnu. Hvað finnst samvisku þinni um þá ákvörðun í dag?.“

Þetta er spurning tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar til Gylfa Þórs Sigurðssonar á vefsíðunni fótbolti.net.

Frikki Dór og Gylfi Þór voru saman í FH á sínum tíma og saman í lið á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum.

Gylfi Þór svarar spurningum lesenda fótbolta.net og fékk Frikki Dór þetta svar frá honum;

„Sæll Friðrik, við vitum það báðir að ég snerti boltann og stýrði honum í fjær hornið. En vill annars þakka þér fyrir ágætis stoðsendingu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×