Enski boltinn

Lingard fær 14 milljónir króna í vikulaun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lingard skrifar undir nýja samninginn.
Lingard skrifar undir nýja samninginn. vísir/getty
Jesse Lingard skrifaði í gær undir nýjan samning við Man. Utd sem gildir til ársins 2021. Hann hækkar líka mikið í launum.

Hann fer úr um 7 milljónum króna í vikulaun í 14 milljónir króna. Það gera 56 milljónir króna í mánaðarlaun. Ekki slæmt fyrir leikmenn sem ekkert allt of margir eru hrifnir af.

Lingard gekk í raðir félagsins er hann var 7 ára gamall og hefur leikið yfir 70 leiki fyrir félagið. Hann er líka búinn að spila fjóra landsleiki fyrir England.

„Manchester United hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Ég fyllist stolti í hvert sinn sem ég klæði mig í treyjuna,“ sagði Lingard.

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, sagðist vera hæstánægður með þessi tíðindi og bætti við að Jesse væri vinsæll í búningsklefanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×