Körfubolti

Dómaraumræðan í Dominos-deildinni: „Línan breytist ekkert í úrslitakeppninni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar var í viðtali í gær.
Rúnar var í viðtali í gær.
Mikið hefur verið talað um frammistöðu dómara í úrslitakeppninni í Dominos-deildinni að undanförnu og þeir harkalega gagnrýndir í viðtölum eftir leiki. Málið var tekið fyrir fyrir leik KR og Keflavíkur á Stöð 2 Sport í gær.

„Línan og reglurnar breytast ekkert þegar í úrslitakeppni er komið,“ Rúnar Birgir Gíslason, yfirmann dómaramála hjá KKÍ, í samtali við Svala Björgvinsson, fyrir leik KR og Keflavíkur í gærkvöldi.

„Það sem ég held að gerist er að leikmenn fara að spila að meiri ákefð þar sem það er meira undir í öllum leikjum. Þá verða leikirnir kannski aðeins öðruvísi en línan er alveg sú sama hjá dómurum eftir sem áður.“

Rúnar segir að kannski sé leikmönnum samt kannski leyft aðeins meira þar sem öllum langar að sjá körfuboltaleik flæða. En hafa orð þjálfara og leikmanna eftir leiki áhrif á dómar?

„Nei, það á ekki að gera það en auðvitað eru menn mannlegir. Dómarar koma alltaf inn í alla leiki á núllpunkti.“

Málið var vel tekið fyrir hjá Kjartani Atla og félögum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×