Fótbolti

Allen frá í tvær vikur vegna meiðsla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Allen í leik með Stoke.
Joe Allen í leik með Stoke. vísir/getty
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke, segir að Joe Allen verði frá í tvær vikur vegna smávægilegrar meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Liverpool í gær.

Liverpool vann leikinn 2-1 en Joe Allen lék einmitt áður með Liverpool áður en hann gekk í raðir Stoke.

Allen virtist togna aftan í læri í gær og haltraði útaf.

„Það lítur út fyrir að Joe [Allen] hafði tognað smávægilega og hann verður eitthvað frá,“ sagði Mark Hughes eftir leikinn í gær.

„Þetta er ekki svo alvarlegt og vonandi verður hann bara frá í 10-14 daga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×