Íslenski boltinn

FH og Grindavík í 8-liða úrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Guðnason kom FH á bragðið gegn Gróttu.
Atli Guðnason kom FH á bragðið gegn Gróttu. vísir/eyþór
FH og Grindavík tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta.

Íslandsmeistararnir unnu 1-3 sigur á Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Atli Guðnason, Kristján Flóki Finnbogason og Bergsveinn Ólafsson skoruðu mörk FH sem lenti í 2. sæti riðils 1. KA vann riðilinn.

Sigurvin Reynisson skoraði mark Gróttu sem fékk aðeins eitt stig í Lengjubikarnum í vetur.

Í sama riðli gerðu Haukar og Víkingur R. 2-2 jafntefli.

Alex Freyr Hilmarsson og Vladimir Tufegdzic (víti) skoruðu mörk Víkinga sem enduðu með sjö stig í 4. sæti riðilsins.

Daníel Snorri Guðlaugsson og Elton Renato Livramento Barros voru á skotskónum hjá Haukum sem enduðu í 5. sæti riðilsins með þrjú stig.

Magnús Björgvinsson skoraði bæði mörk Grindavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í riðli 4.

Grindvíkingar unnu riðilinn, fengu 11 stig, líkt og Stjarnan en voru með betra markahlutfall.

Óttar Bjarni Guðmundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson (víti) skoruðu mörk Stjörnunnar í leiknum í kvöld.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×