Enski boltinn

Einn eftirsóttasti varnarmaður heims líklega ekkert meira með í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Dijk hefur ekkert spilað síðan 22. janúar.
Van Dijk hefur ekkert spilað síðan 22. janúar. vísir/getty
Ólíklegt er að Virgil van Dijk, varnarmaður Southampton, spili meira með á tímabilinu.

Hollendingurinn hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í 3-0 sigri Southampton á Leicester City í janúar.

Áætlað var að Van Dijk yrði frá í þrjá mánuði en eins og staðan er núna spilar hann líklega ekki meira með í vetur.

Van Dijk, sem kom til Southampton frá Celtic fyrir síðasta tímabil, er einn eftirsóttasti varnarmaður heims. Manchester City er eitt þeirra stórliða sem hafa verið orðuð við Hollendinginn stóra og stæðilega.

Southampton situr í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar 11 umferðum er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×