Enski boltinn

Sigurganga Leicester heldur áfram | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leicester-menn hafa unnið sex leiki í röð undir stjórn Craigs Shakespeare.
Leicester-menn hafa unnið sex leiki í röð undir stjórn Craigs Shakespeare. Vísir/Getty
Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ótrúlegt gengi Leicester City undir stjórn Craigs Shakespeare heldur áfram en í dag liðið vann 2-0 sigur á Stoke City.

Wilfred Ndidi kom Leicester yfir á 25. mínútu. Þetta var fyrsta deildarmark Nígeríumannsins fyrir Leicester.

Jamie Vardy tvöfaldaði forskotið með frábæru skoti á lofti á 47. mínútu. Þetta var sjötta mark Vardys í síðustu átta leikjum Leicester.

Leicester hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið upp í 13. sæti deildarinnar. Stoke er áfram í 9. sætinu.

Crystal Palace vann óvæntan sigur á Chelsea, 1-2.

Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppnum niður í sjö stig með 0-2 sigri á Burnley á útivelli.

Eric Dier og Son Heung-Min skoruðu mörk Tottenham sem hefur unnið fjóra leiki í röð.

Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla hjá Burnley sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Hull City vann afar mikilvægan sigur á West Ham United. Andy Carroll kom Hömrunum í 0-1 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Andrew Robertson jafnaði metin á 53. mínútu og Andrea Ranocchia skoraði svo sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.

Hull er í 18. sæti deildarinnar með 27 stig en West Ham, sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð, er í 14. sætinu.

Miguel Britos tryggði Watford sigur á botnliði Sunderland á heimavelli. Lokatölur 1-0, Watford í vil.

Í fyrsta leik dagsins vann Liverpool 3-1 sigur á Everton í grannaslag.

Þá gerðu Manchester United og West Brom markalaust jafntefli á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×