Enski boltinn

Palace fyrsta liðið til að stöðva Chelsea í fjóra mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benteke fagnar sigurmarki sínu.
Benteke fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty
Crystal Palace gerði sér lítið fyrir og vann 1-2 sigur á toppliði Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta tap Chelsea í ensku úrvalsdeildinni síðan 4. janúar.

Öll þrjú mörkin komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. Cesc Fábregas kom Chelsea yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Edens Hazard.

Wilfried Zaha jafnaði metin á 9. mínútu og tveimur mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Christian Benteke.

Palace spilaði sterkan varnarleik það sem eftir lifði leiks og landaði fjórða sigri sínum í röð. Liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í þessum fjórum leikjum.

Palace er í 16. sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Chelsea er áfram á toppi deildarinnar en forystan á Tottenham er nú sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×