Enski boltinn

Áttunda jafntefli United á heimavelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Dean, dómari leiksins, með leikræna tjáningu.
Mike Dean, dómari leiksins, með leikræna tjáningu. Vísir/Getty
Manchester United tapaði mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á Old Trafford í dag.

Marga sterka leikmenn vantaði í lið United sem hefur gert átta jafntefli á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

United er áfram í 5. sæti deildarinnar og West Brom í því áttunda.

United var miklu meira með boltann en skapaði sér fá opin færi gegn vel skipulögðu liði West Brom.

Ben Foster, fyrrverandi leikmaður United, varði tvisvar vel í seinni hálfleik, sérstaklega aukaspyrnu frá Marcus Rashford.

Annar fyrrum United-maður, Darren Fletcher, komst næst því að skora fyrir West Brom er David De Gea missti skot hans í slána undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×