Enski boltinn

Gylfi með sjö skot og 10 hornspyrnur í markalausu jafntefli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi lætur vaða.
Gylfi lætur vaða. Vísir/Getty
Swansea City og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var frekar bragðdaufur, eins og svo margir leikir Boro í vetur. Swansea setti þó mikla pressu á gestina á lokakafla leiksins.

Gylfi Þór Sigurðsson var hættulegasti leikmaður Swansea en hann átti frábært skot á 64. mínútu sem Victor Valdés varði vel.

Gylfi átti svo annað skot beint úr aukaspyrnu á 86. mínútu sem fór í höndina á leikmanni Boro og aftur fyrir. Robert Madley, dómari leiksins, dæmdi hins vegar ekki neitt. Alls átti Gylfi sjö skot að marki Boro í leiknum og tók 10 hornspyrnur.

Swansea er í 17. sæti deildarinnar með 28 stig, einu stigi frá fallsæti. Boro er í 19. sætinu með 23 stig.



90+2. mín: Boro svo nálægt því að stela sigrinum! Negredo með stórkostlegu utanfótar fyrirgjöf beint á kollinn á Gestede sem hittir ekki markið! Besta færi Boro í leiknum.

86. mín: Gylfi með skot beint úr aukaspyrnu sem fer af hönd Forsyth og aftur fyrir! Þessi stefndi í hornið. Gylfi tekur svo horn sem fer beint á pönnuna á Mawson sem skallar í varnarmann Boro.

79. mín: Gylfi með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Swansea fær enn eitt hornið.

77. mín: Fer setur boltann í höndina á Gibson en ekkert dæmt.

64. mín: Gylfi með frábæra takta og skot sem Valdes ver!

53. mín: Traoré með skot rétt framhjá. Gríðarlega líflegur leikmaður en á enn eftir að skora eða leggja upp mark í vetur.

48. mín: Gylfi með skot beint á Valdes. Okkar maður að minna á sig.

13.20: Fyrri hálfleikur var heldur bragðdaufur og hefur ekkert mark verið skorað enn. Við fáum vonandi meiri fjör í síðari hálfleikinn.

12.30: Leikurinn er hafinn og Gylfi Þór er vitanlega í byrjunarliði Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×