Innlent

Stranger gefur allan ágóða vegna bókarinnar til góðgerðamála

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórdís Elva og Tom Stranger er þau héldu TED-fyrirlestur.
Þórdís Elva og Tom Stranger er þau héldu TED-fyrirlestur. Mynd/TED

Tom Stranger segir að hann muni gefa allan ágóða sem hann á rétt á vegna útgáfu bókarinnar Handan fyrirgefninar til góðgerðarmála. Bókin og fyrirlestur hans og meðhöfundar hans, Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttir hefur vakið heimsathygli.

„Það er ljóst að það væri virðingarleysi að hagnast persónulega og fjárhagslega fyrir þátt minn í þessari bók. Svo að allur ágóði sem rennur til mín fer til góðgerðarmála. Ég sækist ekki eftir því að græða á þessari bók,“ sagði Stranger en hann var gestur í Kastljósi á RÚV í kvöld ásamt Þórdísi Elvu.

Líkt og fjallað hefur verið um að undanförnu hafa Þórdís Elva og Stranger ferðast víða til þess að kynna bók þeirra sem fjallar um samskipti þeirra og sáttaferli eftir að Þórdís sendi Stranger bréf en Stranger naugðaði henni mörgum árum fyrr er hann var skiptinemi hér á landi.

Fyrirlestrarnir hafa þó einnig verið umdeildir og var fyrirlestur þeirra á ráðstefnu í London tekin af dagskrá vegna mótmæla, ekki síst vegna þáttöku Stranger en sögðu mótmælendur að nærvera hans gæti verið óþægileg fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Þórdís Elva hafði áður sagt að Stranger væri að íhuga að gefa sinn hlut vegna bókarinnar til góðgerðarmála. Eru þau stödd hér á landi til þess að halda fyrirlestur sinn en hann fer fram í salnum í Kópavogi, næstkomandi miðvikudag.


Tengdar fréttir

Fjöldi mótmælti fyrirlestri Þórdísar Elvu og Toms Stranger

Fyrirlestri Þórdísar Elvu og Toms Stranger í Lundúnum var mótmælt. Meðal annars á grundvelli þess að verið væri að gefa nauðgara vettvang til að tjá sig. Þórdís Elva segir ofbeldi þrífast í þöggun og leynd, andsvarið felist í o

Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá

Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni.

Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi

Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira