Íslenski boltinn

Ásgeir Örn tryggði Fylki sigurinn undir lokin gegn KR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgeir Örn Arnþórsson í baráttunni við Kassim Doumbia.
Ásgeir Örn Arnþórsson í baráttunni við Kassim Doumbia. vísir/ernir

Fylkir vann góðan sigur á KR, 1-0, í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Eina mark leiksins gerði Ásgeir Örn Arnþórsson á 88. mínútu leiksins og tryggði Fylki stigin þrjú.

ÍBV er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, Leiknir R. er með sex stig. KR, Selfoss og Fylkir eru öll með fjögur stig.

Grindvíkingar unnu síðan Framara, 3-1, í öðru riðli í Lengjubikarnum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengin á vefsíðunni Úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira