Sport

Gunnar Nelson og Jón Viðar tókust á í gærkvöldi | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson undirbýr sig fyrir allar mögulegar hliðar bardagans.
Gunnar Nelson undirbýr sig fyrir allar mögulegar hliðar bardagans. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir

Teymið hans Gunnars Nelson er nánast allt komið til London þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í O2-höllinni á laugardagskvöldið en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Í gær lentu faðir Gunnars og umboðsmaður, Haraldur Dean Nelson, og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Haraldur og Jón Viðar eru báðir ávallt við búrið þegar Gunnar berst og fylgja honum alla leið.

Gunnar og Jón Viðar æfa mikið saman og fyrst formaðurinn var mættur til London var ekkert annað í stöðunni en að taka kvöldæfingu sem kláraðist laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi.

Þar tókust Gunnar og Jón Viðar á í svolitla stund en Gunnar er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir bardagann gegn hinum 35 ára gamla Alan Jouban.

Sóllilja Baltasarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Mjölnis, tók myndir á æfingunni. Nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan en allt safnið má finna á Facebook-síðu Mjölnis.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira