Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill skoða hvort hægt sé að takmarka þann fjölda flugfélaga sem fljúga til Íslands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar verður einnig fjallað um að aðeins um þrettán prósent þeirra sem bjóða upp á heimagistingu á höfuðborgarsvæðinu eru með leyfi eða skráningu til að stunda þá starfsemi.

Samkynhneigð kona á níræðisaldri segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum óbærilega og vill opnari umræðu. Tónlistarmaðurinn Chuck Berry er látinn 90 ára að aldri. Allar helstu stjörnur rokkheimsins minntust hans í dag.

Þá verður fjallað um bændur á Kolsholti í Flóa sem stytta sér stundir með því að setja vörubíladekk undir gamla bíla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira