Viðskipti erlent

Yfirvöld í Gíbraltar taka rússneska risasnekkju í vörslu sína

atli ísleifsson skrifar
Snekkjan er 143 metrar á lengd, með þrjú möstur, þar af eitt sem er um hundrað metrar á hæð.
Snekkjan er 143 metrar á lengd, með þrjú möstur, þar af eitt sem er um hundrað metrar á hæð. Vísir/EPA

Yfirvöld í Gíbraltar hafa tekið risasnekkju rússnesks auðjöfurs í sína vörlu eftir að þýskur framleiðandi snekkjunnar segir eiganda snekkjunnar enn skulda 15,3 milljónir evra, um 1,8 milljarða króna.

BBC greinir frá því að snekkja auðjöfursins Andrey Melnichenko, Sailing Yacht A, hafi verið föst við Gíbraltar, allt frá á miðvikudaginn í síðustu viku. Talsmaður Melnichenko segist gera ráð fyrir að auðjöfurinn fái brátt að sigla henni á brott á ný.

Snekkjan er skráð á Bermúda og var smíðuð af Nobiskrug og var siglt frá skipasmíðastöðinni í Kiel í norðurhluta Þýskalands fyrir hálfum mánuði.

Snekkjan er 143 metrar á lengd, með þrjú möstur, þar af eitt sem er um hundrað metrar á hæð. Hún vegur um 12.600 tonn og er talin hafa kostað að minnsta kosti 47 milljarða króna.

Melnichenko hefur auðgast mikið á framleiðslu áburðar og í kola- og orkugeiranum. Auður hans er metinn á 13,2 milljarða Bandaríkjadala.

Að neðan má sjá innslag Wall Street Journal um risasnekkjuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,43
29
1.532.261
REITIR
1,11
11
277.673
HAGA
1,11
20
569.875
GRND
1,1
7
96.059
EIM
0,96
3
26.619

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,91
12
96.089
VIS
-0,04
2
21.202
REGINN
0
2
26.745