Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrfu að greiða meira til NATO.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá fjöllum við um rafrettur, en fjörutíu og sex prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri, hafa prófað rafrettur. Loks verðum við í beinni útsendingu frá Hörpu, þar sem tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík er að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×