Sport

Sá besti frá upphafi í þyngdarflokki Gunnars kominn aftur í UFC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
St-Pierre, til vinstri, á UFC 200 í sumar.
St-Pierre, til vinstri, á UFC 200 í sumar. Vísir/Getty

Einn besti MMA-bardagamaður frá upphafi, Kanadamaðurinn Georges St-Pierre, er væntanlegur aftur í búrið eftir að hafa gert nýjan samning við UFC í gærkvöldi.

Þrjú ár eru liðin síðan að St-Pierre barðist síðast er hann vann Johny Hendricks í nóvember 2013. Enginn hefur unnið fleiri titilbardaga í sögu UFC (12) og aðeins Anderson Silva hefur verið meistari í lengri tíma.

St-Pierre berst í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar Nelson sem mun berjast við Alan Jouban á bardagakvöldi UFC í London eftir réttan mánuð. Hann hafði gríðarlega yfirburði í þyngdarflokkinum frá 2007 til 2013.

Sjá einnig: Gunnar: Engnin á topp tíu var laus

Eftir sigurinn á Hendricks ákvað St-Pierre að stíga til hliðar, þó svo að hann hafi aldrei lagt hanskana formlega á hilluna. Fjölmiðlar greindu svo frá því í júní á síðasta ári að hann vildi snúa aftur en samningaviðræður hans við UFC hafa gengið mjög hægt.

Líklegt er að St-Pierre muni berjast síðla sumars eða í haust. Hann verður þá orðinn 36 ára en hann hefur alls unnið 25 bardaga á ferli sínum og tapað eins tveimur.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira