Sport

Sá besti frá upphafi í þyngdarflokki Gunnars kominn aftur í UFC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
St-Pierre, til vinstri, á UFC 200 í sumar.
St-Pierre, til vinstri, á UFC 200 í sumar. Vísir/Getty

Einn besti MMA-bardagamaður frá upphafi, Kanadamaðurinn Georges St-Pierre, er væntanlegur aftur í búrið eftir að hafa gert nýjan samning við UFC í gærkvöldi.

Þrjú ár eru liðin síðan að St-Pierre barðist síðast er hann vann Johny Hendricks í nóvember 2013. Enginn hefur unnið fleiri titilbardaga í sögu UFC (12) og aðeins Anderson Silva hefur verið meistari í lengri tíma.

St-Pierre berst í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar Nelson sem mun berjast við Alan Jouban á bardagakvöldi UFC í London eftir réttan mánuð. Hann hafði gríðarlega yfirburði í þyngdarflokkinum frá 2007 til 2013.

Sjá einnig: Gunnar: Engnin á topp tíu var laus

Eftir sigurinn á Hendricks ákvað St-Pierre að stíga til hliðar, þó svo að hann hafi aldrei lagt hanskana formlega á hilluna. Fjölmiðlar greindu svo frá því í júní á síðasta ári að hann vildi snúa aftur en samningaviðræður hans við UFC hafa gengið mjög hægt.

Líklegt er að St-Pierre muni berjast síðla sumars eða í haust. Hann verður þá orðinn 36 ára en hann hefur alls unnið 25 bardaga á ferli sínum og tapað eins tveimur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira