Sport

Conor boxar á fullu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor verður faðir næsta vor og mun ekki berjast aftur fyrr en hann verður orðinn faðir.
Conor verður faðir næsta vor og mun ekki berjast aftur fyrr en hann verður orðinn faðir. vísir/getty

Conor McGregor sýndi heiminum í gær að honum er alvara með boxbardaga gegn Floyd Mayweather.

Hann sagði líka á dögunum að næst myndi hann stíga í hnefaleikahringinn en ekki í búrið hjá UFC.

Írinn setti inn stutt myndband á Instagram í gær þar sem hann er að boxa í SBG-æfingasalnum í Dublin.

Conor hóf sinn feril í hnefaleikum á sínum tíma áður en hann færði sig yfir í UFC. Hann hefur því bakgrunn í íþróttinni og eins og allir hafa séð þá vantar ekki rothöggið í hann er hann keppir hjá UFC.

Enn er verið að vinna í að ganga frá bardaga hans og Mayweather en ef af verður yrði sá bardagi líklega mjög seint á þessu ári.

Boxing at SBG

A video posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on


Tengdar fréttir

Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather

Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana.

Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira