Innlent

Óskar eftir fundi í velferðarnefnd vegna legudeildar Klíníkinnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins.
Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Vísir/Pjetur
Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í velferðarnefnd vegna þeirra frétta að landlæknir hefur veitt Klíníkinni í Ármúla leyfi til að reka fimm daga legudeild. Þetta er í fyrsta sinn sem einkaaðili fær leyfi til slíks reksturs hér á landi. 

Hún óskar eftir að heilbrigðisráðherra, landlæknir, forstjóri Landspítala og forsvarsmenn Klínikinnar komi á fund nefndarinnar.

Á Facebook síðu sinni segir Elsa Lára að ýmsar spurningar vakni við fregnirnar. Til að mynda spyr hún hvort gerðir verði sambærilegir samningar við opinberar heilbrigðisstofnanir og sjúkrahúsin, til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum. Hún bendir á að auð rými séu á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og nefnir sem dæmi á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ.

Þá spyr hún hvernig aðgangi fólks að þjónustunni verði háttað, hvort fólki geti borgað sig fram fyrir biðlista í hinu opinbera kerfi og hvort að leyfið muni hafa áhrif á fjármagn til opinberra heilbrigðisstofnanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×