Tíska og hönnun

Kim Kardashian klæddist hettupeysu með hamri og sigð

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Kim var í peysunni einni fata.
Kim var í peysunni einni fata. vísir/skjáskot

Svo virðist sem tákn kommúnista, hamar og sigð, sé komið í tísku. Hettupeysur frá franska merkinu Vetements hafa orðið talsvert vinsælar í tískuheiminum. Peysurnar eru rauðar að lit með gulum hamri og sigð á erminni.

Kim Kardashian klæddist slíkri peysu á milli jóla og nýárs en flíkin kostar 770 dali, eða 87 þúsund krónur. Þykir tísturum hátt verð peysunnar vera í hrópandi mótsögn við hinn kommúníska boðskap hennar.

Peysunni klæddist Kim í ballettskóla dóttur sinnar, North, þar sem hún var stödd ásamt eiginmanni sínum Kanye West.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hamar og sigð ná vinsældum í tískuheiminum en rússneski hönnuðurinn Gosha Rubchinskiy hannaði fatalínu árið 1984 með mynstri sem byggt var á hinu kommúníska tákni. 

Fleiri fréttir

Sjá meira