Lífið

Páll Óskar hættir við dansprufur vegna hvarfs Birnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Páll Óskar.
Páll Óskar. Vísir/Anton Brink
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur hætt við dansprufur sem halda átti næstkomandi sunnudag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Er dansprufunum frestað til sunnudagsins 5. febrúar.

Þessu greinir Páll Óskar frá á Facebook-síðu sinni en dansprufurnar eru haldnar vegna stórtónleika sem söngvarinn hyggst halda í Laugardalshöll.

„Tilkynning. Undir þessum erfiðu kringumstæðum finnst mér ekki viðeigandi að halda dansprufur fyrir tónleikana mína næsta sunnudag, eins og ráðgert var.

Dansprufum verður frestað til sunnudagsins 5. feb og fara þær fram í Dansstúdíói World Class Laugum kl. 13.00. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa nú þegar skráð sig. Sú skráning gildir enn og stendur enn yfir fyrir þá sem vilja. Áhugasamir geta nálgast allar uppl á www.dwc.is eða sent póst á stella@worldclass.is,“ segir í færslu á Facebook-síðu Páls Óskars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×