Formúla 1

Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Charlie Whiting regluvörður Formúlu 1.
Charlie Whiting regluvörður Formúlu 1. Vísir/Getty
Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað.

Liðin hafa þróað fjaðranir sem svipa til FRIC kerfisins sem var bannað 2014. Slíkt kerfi hélt bílnum jafn háum að framan og aftan þegar hemlað var eða gefið í, eins hélst hann réttur í beygjum. Slíkt gerði loftflæðið yfir bílinn jafnara og fyrirsjánlegra.

Yfirhönnuður Ferrari, Simone Resta skrifaði bréfið til Charlie Whiting sem er tæknilegur dómari FIA. Samkvæmt grein 3.15 er óheimilt að notast við hreyfanlega hluti sem stýra loftflæðinu yfir bílinn.

Whiting svaraði bréfinu sem dreift var til allra liða og hann staðfestir að kerfi sem Resta lýsti í bréfi sínu væri brot á grein 3.15 af tæknireglunum.

„Að okkar mati er kerfi sem getur haft áhrif á viðbrögð bílsins á þann hátt sem lýst var í efnisgreinum 1 og 2 [í bréfinu frá Ferrari], myndi að öllum líkindum brjóta í bága við grein 3.15 af tæknireglugerð Formúlu 1,“ segir í svari Whiting.

Mercedes og Red Bull eru því í erfiðri stöðu, annað hvort halda þau áfram að þróa og nota fjöðrunina á komandi tímabili eða hætta alfarið við hana. Seinni kosturinn myndi kosta gríðarlegan pening.

Svar Whiting er einungis leiðbeinandi og ekki bindandi en það gefur liðunum tækifæri til að mótmæla, sem er líklegt að Ferrari geri, haldi Mercedes og Red Bull áfram notkun fjöðrunarkerfisins.


Tengdar fréttir

Pascal Wehrlein til Sauber

Varaökumaður Mercedes liðsins og keppnisökumaður Manor liðsins, Pascal Wehrlein hefur gengið til liðs við Sauber liðið. Ökumannsmarkaðurinn er að skýrast eftir brotthvarf heimsmeistarans Nico Rosberg.

Keyrði niður Alpana á kappakstursbíl | Myndband

Max Verstappen sýndi kjark er hann tók þátt í auglýsingarheferð Red Bull Racing og keyrði niður erfiða braut í austurrísku Ölpunum á bíl úr Formúlu 1 kappakstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×