Innlent

Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð hefur áður gagnrýnt starfslaun listamanna.
Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð hefur áður gagnrýnt starfslaun listamanna. Vísir/Vilhelm
„Maður vinnur hverja einustu helgi og mikið í miðri viku til að láta allt ganga upp og þegar maður borgar tekjuskattinn slagar hann kannski í 200þúsundkall,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook síðu sinni, þar sem hann gagnrýnir veitingu listamannalauna.

Ingó segir það frábært að vita til þess að listafólk fái greitt til að geta reynt að lifa af list sinni og segist sjálfur vita hversu mikil vinna það er ef fólk vill hafa listina að aðalstarfi.

Sjá einnig:Þessi fá listamannalaun árið 2017

Bubbi Morthens, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Hallgrímur Helgason, Auður Jónsdóttir, Dagur Hjartarson og Andri Snær Magnason eru á meðal þeirra sem hljóta listamannalaun í ár.
„Spurning hvort það mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu og þegar ég er buinn að vera að harka allan mánuðinn get ég kannski bara lagt tekjuskattinn beint inn á Bubba, Gretu Salóme eða Hallgrím Helga?“ segir Ingó.

„Bara minna vesen og kemur eins út í bókhaldinu hjá öllum.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingó gagnrýnir starfslaun listamanna. Eftir úthlutun launanna í fyrra sagðist hann vera alfarið á móti því að ríkið greiði listamannalaun og sagðist ekkki vilja skattpeninga annarra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×