Bíó og sjónvarp

Kafbátur og sprengingar á Mývatni í stiklu Fast 8

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er allt að gerast í þessari stiklu.
Það er allt að gerast í þessari stiklu. Vísir
Það var mikið húllumhæ víða um Ísland þegar kvikmyndatökulið á vegum Fast and the Furious myndanna kom hingað til lands til að taka upp atriði fyrir nýjustu myndina í sagnabálkinum um Dom og félaga. Út er komin stikla fyrir myndina og Ísland er í aðalhlutverki.

Tökur fóru fram á ísilögðu Mývatni og einnig á Akranesi. Mývatn er fyrirferðarmikið líkt og búast mátti við og er ýmislegt um að vera á vatninu. Mikill eltingarleikur fer fram þar sem kafbátur kemur við sögu. Þá eru miklar sprengingar á vatninu.

Akranes virðist einni fá smáhlutverk í stiklunni sem er full af fjöri, líkt og búast má við af Fast and the Furious myndunum.

Myndin gekk undir nafninu Fast 8 á meðan tökur stóðu yfir hér á landi en nú hefur verið tilkynnt að myndin hafi fengið nafnið The Fate of the Furios.

Stikluna má sjá hér fyrir neðan en myndin kemur út í apríl á næsta ári.


Tengdar fréttir

Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband

Upptökur Fast 8 fara fram í Mývatnssveit þessa dagana en einnig verður tekið upp á Akranesi. Nýtt myndband hefur skotið upp kollinum á samskiptamiðlinum Instagram en þar má sjá svakalegan bílaflota keyra á Mývatni og má heyra byssuhvelli í myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×