Sport

Gaf sjálfan sig til góðgerðarmála | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ezekiel Elliott er uppátækjasamur.
Ezekiel Elliott er uppátækjasamur. Vísir/Getty
Nýliðinn Ezekiel Elliott, hlaupari hjá NFL-liðinu Dallas Cowboys, hefur komið eins og stormsveipur inn í deildina þetta árið.

Elliott er lykilmaður í mögnuðu liði Dallas Cowboys sem vann fyrr í vetur ellefu leiki í röð og var fyrst liða til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Í nótt skoraði bætti hann persónulegt met er hann hljóp samtals 160 jarda og skoraði þar að auki eitt snertimark í 26-20 sigri Dallas á Tampa Bay Buccaneers.

Sjá einnig: Enn einn titillinn í höfn hjá Belichick og Brady | Myndbönd

Snertimarkinu fagnaði hann á afar skemmtilegan hátt, eins og sjá má á þessu myndbandi. Hann hljóp aftur fyrir endamarkið og hoppaði ofan í risavaxinn pott merktan Hjálpræðishernum.

Leikmenn mega varla fagna snertimörkum sínum í dag vegna regla NFL-deildarinnar og fékk Dallas fimmtán jarda refsingu fyrir þessi tilþrif Elliott. En hann sleppur þó við sekt og sér væntanlega ekki eftir neinu.

„Ég held að Hjálpræðisherinn ætti að sæma hann sína æðstu orðu,“ sagði Jerry Jones, eigandi Cowboys, eftir leik enda ljóst að góðgerðarsamtökin fengu frábæra auglýsingu með uppátæki hlauparans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×