Sport

Conor kominn með hnefaleikaleyfi í Kaliforníu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor tekur milljarðalabbið sitt eftir að hann varð tvöfaldur meistari í UFC.
Conor tekur milljarðalabbið sitt eftir að hann varð tvöfaldur meistari í UFC. vísir/getty
Ef menn héldu að orðrómur um hnefaleikabardaga á milli Conor McGregor og Floyd Mayweather væri bara brandari þá þurfa sömu menn að fara að endurskoða þá afstöðu sína.

Írinn er nefnilega kominn með hnefaleikaleyfi í Kaliforníu og það er líklega engin tilviljun.

Þessi tíðindi koma aðeins nokkrum dögum eftir að UFC tók fjaðurvigtarbeltið af Conor. Hann hefur ekki enn tjáð sig um þá ákvörðun UFC en er líkast til brjálaður út í UFC fyrir að hafa gert það.

Ofurbardagi á milli Conor og Mayweather myndi klárlega skapa miklar tekjur fyrir báða aðila. Upphæð sem myndi taka Conor langan tíma að fá hjá UFC. Sjálfur hefur Conor sagt að hann sé til í að berjast við Mayweather fyrir 100 milljónir dollara.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×