Innlent

Svona gæti hækkun áfengisgjalds haft áhrif á verð í vínbúðinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Vodkaflaskan gæti hækkað um 213 krónur í verði, verði nýtt fjárlagafrumvarp að lögum.
Vodkaflaskan gæti hækkað um 213 krónur í verði, verði nýtt fjárlagafrumvarp að lögum. Vísir/GVA
Áfengisgjald mun hækka í verði um áramótin ef fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2017 verður að lögum. Mun gjald á áfengi hækka um 2,2 prósent vegna almennra verðlagsbreytinga árið 2017 auk 2,5 prósenta hækkunar í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps ársins 2017, eða 4,7 prósent alls.

Samkvæmt þessu gæti því orðið hækkun á verði á áfengi um áramótin sem myndi líta svona út ef af verður:

Vodkaflaskan gæti hækkað um 213 krónur í verði, rauðvín um 53 krónur, millisterk vín um 126 krónur, koníak um 227 krónur og bjór um 10 krónur.

Birgjar ráða verði til Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins og því ekki víst að þessi hækkun komi til framkvæmda í verði og ekki endilega 1. janúar eins og dæmið sýnir.

Ef fjárlagafrumvarpið verður að lögum mun ekki aðeins áfengisgjaldið hækka heldur einnig olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald, almennt og sérstakt bensíngjald, kolefnisgjald, bifreiðagjald og gjald á tóbaki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×