Sport

Tveir Íslendingar í undanúrslit á EM í MMA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Magnús Ingi fagnar í dag.
Magnús Ingi fagnar í dag. mynd/mjölnir.is
Magnús Ingi Ingvarsson og Egill Hjördísarson eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti áhugamanna í MMA en þrír Íslendingar féllu úr leik í dag.

Magnús Ingi hefur farið mikinn og var að vinna sinn þriðja bardaga á þremur dögum. Að þessu sinni kláraði hann Rússann Ziiad Sadailu á hengingu í fyrstu lotu.

Herbergisfélagarnir Bjarni Kristjánsson og Egill Hjördísarson mættust í átta manna úrslitum í léttþungavigt. Vinirnir börðust ekki og Bjarni gaf bardagann eftir eina sekúndu. Egill fer því í undanúrslit rétt eins og Magnús Ingi.

Björn Þorleifsson vann á frábæru rothöggi eftir 50 sekúndur í millivigt í gær en í dag varð hann að sætta sig við tap gegn ríkjandi meistara, Rostem Akman. Svíinn kláraði Björn á hengingu í fyrstu lotu.

Hrólfur Ólafsson er einnig í millivigt og varð að játa sig sigraðan gegn Austurríkismanninum Florian Aberger. Austurríkismaðurinn vann með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.

Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir þreytti frumraun sína í MMA í dag er hún mætti Anette Österberg frá Finnlandi í fluguvigt. Dagmar tapaði eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu.

Magnús og Egill keppa í undanúrslitum á morgun.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×