Innlent

Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
„Ég er þannig, treysti læknum alveg 120%,” segir Ágústa Ísleifsdóttir sem glímir við bæði geðhvörf og geklofa, í myndskeiðinu sem hér fylgir. Hún segist hafa í 2 ár gengið með höfuðið skakkt, af aukaverkunum vegna lyfja, áður en hún „ropaði” því út úr sér við lækninn. Fékk þá samstundis önnur lyf og hálsinn réttist við.

Ágústa er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Ágústu, Brynjari Orra Oddgeirssyni, Silju Björk Björnsdóttur og Bjarneyju Vigdísi Ingimundardóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma.

Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu.

Í 4. þætti skoðum við vinnumarkaðinn með þeirra augum, enda eru geðveikir stærsti hópur öryrkja á Íslandi, fáum að elta Silju til sálfræðings og hittum fullt af bráðskemmtilegu geðveiku fólki í Borgartúni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×