Lífið

„Það voru átök við að ná passanum aftur"

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir.
"Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir.

Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning, sem staðið hefur í ströngu við að endurheimta vegabréf sitt frá eigendum fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, er komin með vegabréfið í hendurnar og flýgur til Íslands í kvöld. Eigendurnir fóru fram á 3000 dollara, eða um 350 þúsund krónur, í staðinn fyrir passann.

„Það voru átök við að ná passanum aftur. Þurftum tvo öryggisverði og lögreglan var næstum komin á svæðið,“ segir Arna Ýr á Snapchat-reikningi sínum, þar sem hún hefur leyft fólki að fylgjast með gangi mála.

„Þeir voru tæknilega séð að hóta mér með því að segja ef þú borgar 3000 dollara færðu vegabréfið þitt,“ segir hún og bætir við að öryggisverðirnir hafi komið mönnunum í skilning um að þeir mættu ekki halda vegabréfinu hennar. Þá segist hún aldrei ætla að greiða eigendunum peninginn en er afar fegin að vera loks komin með passann og að leiðindin séu á enda.

„Allt þetta brjálæði er loksins á enda. Ég hef aldrei verið jafn stressuð og liðið jafn illa í lífinu mínu,“ segir Arna Ýr, sem er full tilhlökkunar að komast loks heim.

„Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.