Sport

Nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/ingviþ
„Þetta gekk bara mjög vel, eins og við óskuðum eftir,“ sagði Einar Ingi Eyþórsson eftir að Ísland hafði lokið leik í undankeppninni í blönduðum flokki á EM í hópfimleikum sem fer fram í Maribor í Slóveníu.

„Þetta er nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á; frekar góð og toppa svo í úrslitunum,“ bætti Einar við. En var eitthvað sem mátti betur fara hjá íslenska liðinu í dag?

„Það er kannski eitthvað, örfáar lendingar og svona. Spenna sig meira,“ sagði Einar sem þótti gólfæfingarnar ganga best. Dómararnir voru honum sammála og gáfu Íslandi 20,566 í einkunn fyrir þær.

Blandaða liðið keppir í úrslitum á laugardaginn. Núna tekur við endurheimt og undirbúningur fyrir stóru stundina.

„Nú slökum við á, förum í sund og nudd, teygjum og rúllum og förum vel með okkur,“ sagði Stjörnumaðurinn Einar Ingi að endingu.


Tengdar fréttir

Eins og þegar Barcelona og Real Madrid koma saman

Kvennalandsliðið stígur á svið á EM í hópfimleikum í Slóveníu í dag. Ísland vann gull á EM 2010 og 2012 og ein skærasta stjarna liðsins þjálfar það í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×