Fótbolti

Enn hægt að kaupa miða á landsleikinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska liðið fagnar sér sigri á Englandi.
Íslenska liðið fagnar sér sigri á Englandi. Vísir/EPA
Miðarnir á heimaleiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta seljast eins og heitar lummur þessa dagana en það er engu að síður enn möguleiki á að fá miða á leikinn á móti Finnlandi í kvöld.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að tæplega 400 miðar á Finnaleikinn fara í sölu í miðasölu Laugardalsvallar klukkan tólf á hádegi í dag. Leikurinn gegn Finnum hefst kl. 18:45 og er veðurspáin alveg hreint prýðileg.

Þetta eru meðal annars miðar sem hefur verið skilað.  Þetta er fyrst heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2018 en íslenska liðið gerði jafntefli í fyrsta leiknum, gegn Úkraínu á útivelli.

Þetta er líka fyrsti leikur Heimis Hallgrímssonar á Laugardalsvellinum síðan að hann tók einn við liðinu en Heimir og Lars Lagerbäck höfðu þjálfað liðið saman undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×