Fótbolti

Fær hetjan á móti Finnum í janúar eitthvað að spila í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason í stuði eftir leikinn á móti Austurríki á Stade de France.
Arnór Ingvi Traustason í stuði eftir leikinn á móti Austurríki á Stade de France. Vísir/Vilhelm
Allir muna örugglega eftir sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi í sumar en strákurinn tryggði íslenska landsliðinu líka annan sigur á þessu ári.

Ísland mætir Finnlandi í kvöld í fyrsta heimaleiknum sínum í undankeppni HM 2018 en leikurinn hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum.

Þetta verður annar leikur Íslands og Finnlands á árinu en liðin mættust einnig í vináttulandsleik í Abú Dabí í janúar.

Ísland vann þá 1-0 sigur þökk sé sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á 16. mínútu leiksins.

Arnór Ingvi Traustason hefur skorað 4 mörk í 10 landsleikjum en leikurinn á móti Finnum var aðeins þriðji A-landsleikurinn hans.

Arnór Ingvi hefur ekki byrjað keppnisleik með íslenska landsliðinu og það er ekki líklegt að það breytist í kvöld. Hann kom tvisvar inná sem varamaður á EM og spilaði síðustu fimmtán mínúturnar í leiknum í Úkraínu í síðasta mánuði.

Nú er bara að sjá hvort Arnór Ingvi fái tækifæri í kvöld til að fella Finnana öðru sinni á sama ári.




Tengdar fréttir

Arnór Ingvi skoraði í slagnum um Vín

Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rapid Vín þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á grannaslagnum gegn Austria Vín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×