Fótbolti

Páll Óskar treður upp fyrir leik Íslands og Skotlands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/anton
Ísland mætir Skotlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli klukkan 17:00 í dag.

Íslensku stelpurnar eru þegar komnar áfram en þær hafa unnið alla sjö leiki sína í undankeppninni með markatölunni 33-0.

Ísland er í efsta sæti riðils 1 og enda þar nema Skotar vinni stórsigur í leik dagsins.

Markmið íslenska liðsins er að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark.

Sjá einnig: Varnarmúrinn skal halda í lokaleiknum

Markmiðið er líka að fylla Laugardalsvöllinn. Sannkölluð hátíðardagskrá verður fyrir leikinn en sjálfur Páll Óskar mun skemmta áhorfendum frá 16:15-16:45.

Dagskráin er eftirfarandi:

15:45-16:30     Hoppukastalar á Laugardalsvelli

15:45-16:45     Andlitsmálun á Laugardalsvelli

16:15-16:45     Páll Óskar kemur öllum í stuðgírinn

17:00               ÍSLAND – SKOTLAND

18:45-19:30     Hyllum EM-farana á Laugardalsvelli

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×